Fjóla Signý með nýtt HSK-met í 400 m hlaupi

Fjóla Signý Hannesdóttir, frjálsíþróttakona úr Umf. Selfoss, stórbætti HSK-metið í 400 m hlaupi kvenna innanhúss á XL-Galan mótinu í Stokkhólmi sem fór fram sl. fimmtudag. Fjóla Signý hljóp á 57,21 sekúndu og bætti sig um um 0,7 sek. Tíminn er nýtt HSK-met í kvennaflokki, en Fjóla átti gamla metið sjálf.

XL-Galan er sterkt alþjóðlegt mót sem haldið er árlega í Stokkhólmi. Keppt var í riðlum í forkeppninni um miðjan daginn og varð Fjóla í 3. sæti í 400 m hlaupi eftir fyrri hluta mótsins. Um kvöldið kepptu síðan heimsmethafar og Ólympíufarar í aðalkeppni mótsins og setti m.a. Yelena Isinbayeva nýtt heimsmet í stangarstökki kvenna, þegar hún stökk 5,01 m.

-sag