Fjóla Signý og Kristinn Þór tvöfaldir bikarmeistarar

Bikarkeppni FRÍ 1. deild 2012:

Fjóla Signý og Kristinn Þór tvöfaldir bikarmeistarar Vigdís með öruggan sigur í spjótkasti 2 HSK met.

Frjálsíþróttalið HSK stóð í eldlínunni um liðna helgi þegar Bikarkeppni FRÍ fór fram á Hamarsvelli á Akureyri í þurru en köldu og vindasömu veðri þar sem árangrar í flestum hlaupum og stökkum fást ekki staðfestir sökum of mikils meðvinds. Fimm lið mættu til leiks en þau voru: FH, ÍR, Breiðablik, HSK, og sameiginlegt lið Norðurlands  (UMSS, HSÞ, UMSE og UFA).

Keppendur HSK stóðu sig vel og betur að sumu leiti en í fyrra í Kópavogi. Fimm bikarmeistaratitlar komu í hús í ár miðað við fjóra í fyrra og tvö HSK-met voru sett. Auk bikartitlana komu fjögur silfur og fimm brons í hlut HSK. Þrjár persónulegar bætingar litu dagsins ljós.

Mynd: Fjóla Signý Hannesdóttir, tvöfaldur bikarmeistari og safnaði flestum stigum allra keppenda eða 28,5 stigum.


Fimm bikartitlar:

Fyrirliði kvenna Fjóla Signý Hannesdóttir, Selfossi, stóð sig mjög vel og var drjúg fyrir liðið að vanda. Hún vann tvær greinar með þvi að sigra í 400 m grindahlaup á sínum öðrum besta tíma frá upphafi og 100 m grindahlaupið á 14,29 sek sem væri bæting ef vindurinn hefði verði innan löglegra marka. Fjóla keppti einnig 800 m hlaupi þar sem hún kom inn fyrir Angesi Erlingsdóttur Laugdælum sem komst ekki á Bikarinn í ár. Fjólu fórst þetta vel úr hendi og kom önnur í mark. Fjóla keppti svo í hástökki  þar sem hún varð í 2.-3. sæti, í þrístökki þar sem hún varð þriðja og í báðum boðhlaupunum þar sem HSK sveitin í 1000 m boðhlaupinu varð í þriðja sæti. Kristinn Þór Kristinsson, Samhygð stóð sig frábærlega. Hann gersigraði keppinauta sína í 800 m og 1500 m hlaupum í taktískum hlaupum og landaði þar með tveim bikartitlum í hús HSK liðsins. Fimmti titillinn kom svo í hlut Vigdísar Guðjónsdóttur Skeiðamönnum er hún kom sá og sigraði í spjótkasti kvenna með sínum ársbersta árangri og sex mikilvæg stig í höfn.

Mikil kasthefð í HSK:

Köstin gengu ágætlega. Ásamt bikartitli Vigdísar Guðjónsdóttur, Skeiðamönnum í spjótkastinu náði Ágústa Tryggvadóttir Selfoss öðru sæti í kúluvarpi kvenna með 11,58 m kasti.Ólafur Guðmundsson, Laugadælum, nældi sér í brons bæði í kúlu og kringlu á ársbesta árangri sínum í kringlukastinu. Dagur Fannar Magnússon, Selfoss, keppti í sleggjukastinu og kastaði vel, tók þriðja sætið eftir hörkukeppni þar sem þrír cm voru í næsta mann á eftir. Hann stóð sig svo vel að vanda sem klappliðsstjóri. Thelma Björk Einarsdóttir, Selfossi, var nýliði í Bikarliði HSK og stóð sig vel, keppti í kringlukasti þar sem hún bæti persónulegan árangur sinn um rúman metra með því að kasta 29,99 m og  í sleggjukasti þar sem hún bætti sig einnig, kastaði 29,73 m og setti um leið HSK-met í 16-17 ára flokki. Gamla metið átti Eva Lind Elíasdóttir Þór frá því fyrr í sumar en hún gat ekki keppt í sleggjukastinu í Bikarkeppninni í ár sökum meiðsla. Vert er að minnast á tvo aðra nýliða í bikarliði HSK en þeir stóðu sig einnig vel. Barði Páll Böðvarsson Selfoss, kastaði spjótinu við sitt besta og varð fjórði og svo Eyrún Gautadóttir Baldri, aðeins 13 ára sem kom inn fyrir Agnesi Eringsdóttur í 1500 og 3000 m, stóð sig frábærlega, varð fjórða í báðum hlaupunum og náði í sex stig alls. Í 3000 m hlaupinu setti Eyrún HSK-met í 13 ára flokki stúlkna. Að endingu skal minnst á þátt Haraldar Einarssonar fyrirliða karlaliðsins. Hann varð annar í þrístökki aðeins nokkrum cm frá sigri auk þess sem hann hljóp gott 100 m hlaup en lennti í 5. sæti eftir hörku spennandi hlaup. Halli hljóp svo bæði 200 m og 400 m hlaupin auk þess sem hann var lykilmaður í boðhlaupssveitum HSK.

Að lokum:

Það er ljóst eftir þessa keppni að HSK-lið í frjálsum er komið til að vera. Það skortir aðeins á breiddina í sumum greinun sem þarf að vinna áfram markvisst í til að HSK-liðið eigi möguleika á að hampa bikarmeistaratitlinum að nýju en HSK varð síðast bikarmeistari árið 1993. Margt jákvætt átti sér stað bikarliði HSK í ár. Mikil samheldni og keppnisgleði einkenndi hópinn svo eftir var tekið. Fleiri titlar unnust að þessu sinni miðað við í fyrra. HSK varð í 4. sæti í heildina með 124,5 stig miðað við 5. sæti og 114 stig í fyrra.

ÍR varð svo bikarmeistari í heildar stigakeppninni, þriðja árið í röð með 184 stig en FH var þar næst með 159 stig. Norðurland varð í þriðja sæti með 147,5 stig en Breiðablik rak lestina með 120 stig. Gaman verður að taka þátt í og fylgjast með áframhaldandi uppbyggingu á keppnisliði HSK á næsta ári og árum. Annars var árangur HSK liðsins eftirfarandi, (ef um bætingu er að ræða er það svartletrað fyrir aftan sætið hér í upptalningunni).

Konur:

Fjóla Signý Hannesdóttir 
Hástökk            1,63 m                                       2.-3. sæti
Þrístökk            11,54 m                                      3. sæti 
400 m gr.hlaup   60,67 sek                                  1. sæti 
100 m gr.hlaup    14,29 sek                                  1. sæti                                                     
Langstökk         5,71 m                                       4. sæti
800 m hlaup       2:26,70 mín                    .           2. sæti

Eyrún Gautadóttir
1500 m hlaup      5:46,56 mín                                 4. sæti 
3000 m hlaup      12,37,50 mín                  .           4. sæti HSK met

Vigdís Guðjónsdóttir
Spjótkast           42,54 m                                      1. sæti

Thelma Björk Einarsdóttir
Kringlukast       29,99 m                                        5. sæti bæting
Sleggjukast         29,73 m                                      5. sæti HSK met

Ágústa Tryggvadóttir
Kúluvarp           11,58 m                                      2. sæti 
Stangarstökk     1,95 m                                       5. sæti

Sólveig Helga Guðjónsdóttir
200 m hlaup       27,13 sek                                 5. sæti
400 m hlaup       62,54,16 sek                             5. sæti

Halla María Magnúsdóttir
100 m hlaup       13,08 sek                                 5. sæti

Sólveig Helga, Fjóla Signý, Þórhildur Helga, Guðrún Heiða
4x100 m boðhl.     51,10 sek                                 4. sæti

Guðrún Heiða, Eva Lind, Sólveig Helga, Fjóla Signý.
1000m boðhl.:      2:21,38 mín                                3. sæti

Karlar:

Haraldur Einarsson
400 m hlaup       52,72 sek                                  4. sæti
200 m hlaup       24,01 sek                                  5. sæti
100 m hlaup       11,16 sek                                  4. sæti 
Þrístökk            13,99 m                                      2. sæti

Hreinn Heiðar Jóhannsson
Hástökk            1,93 m                                       5. sæti 
Langstökk         6,26 m                                       5. sæti 
Stangarstökk     3,10 m                                       4. sæti

Kristinn Þór Kristinsson
800 m    hlaup    2:10,41 mín                                1. sæti 
1500 m hlaup       4:24.23 mín                               1. sæti

Ólafur Guðmundsson
110 m gr.hl.        15,99 sek                                  5. Sæti
Kúluvarp           12,95 m                                      3. sæti
Kringlukast       40,70 m                                      3. sæti

Dagur Fannar Magnússon
Sleggjukast        43,27 m                                      3. sæti

Þorsteinn Magnússon
5000 m hlaup      18:50.85 mín                              5. sæti
3000 m h.hl.       11:39,11 mín                              4. sæti

Barði Páll Böðvarsson
Spjótkast           41,16 m                                      4. sæti

Baldvin Ari Eiríksson
400 m gr.hlaup. 72,29 sek                                   5. sæti

Hreinn, Óli G., Kristinn Þór, Halli Einars
4x100 m boðhl.     46,74 sek                                 5. Sæti,                         

Hreinn Heiðar, Óli G., Halli Einars., Kristinn Þór              
1000 m boðhl.       2:05,81 mín                               5. Sæti

Kv. Ólafur Guðm. 
verkefnisstjóri HSK í frjálsum.