Fjöldi Selfyssinga á leið á vormótið í hópfimleikum

fimleikasamband-islands
fimleikasamband-islands

Vormót FSÍ í hópfimleikum fer fram á Egilsstöðum um helgina.

Alls taka 53 líð á mótinu frá 13 félögum víðs vegar af landinu. Keppendur á mótinu verða um 600 talsins og er mótið því með allra fjölmennustu mótum sem sambandið stendur fyrir. Keppt verður í 5. til 1. flokki í öllum flokkum og verða deildarmeistarar krýndir í lok móts.

Við óskum keppendum Selfoss, þjálfurum og forráðamönnum góðs gengis og góðrar skemmtunar í þessari miklu fimleikaveislu.