Fjöldi Selfyssinga í yngri landsliðum

HSI
HSI

Selfoss á þrjá fulltrúa í æfingahópi 19 ára landsliðs kvenna sem kemur saman til tveggja æfinga í TM-höllinni í Garðabæ sunnudaginn 4. október. Þetta eru markvörðurinn Katrín Ósk Magnúsdóttir auk Elenu Birgisdóttur og Perlu Ruthar Albertsdóttur. Þá er Þuríður okkar Guðjónsdóttir að sjálfsögðu í liðinu.

Þá var Ída Bjarklind Magnúsdóttir valin til æfinga með 18 ára landslið kvenna sem kemur saman til æfinga Fylkishöllinni í Árbænum miðvikudaginn 7. október.

Frábær árangur hjá stelpunum okkar.