Fjórar Selfoss-stelpur í landsliðsúrvali fullorðina í hópfimleikum

Nú á dögunum var tilkynntur fyrsti æfingahópur landsliðsins í flokki fullorðina fyrir Evrópumótið 2012. Selfyssingar eiga þar fjóra fulltrúa en það eru þær Helga Hjartardóttir, Hugrún Hlín Gunnarsdóttir, Rakel Nathalie Kristinsdóttir og Unnur Þórisdóttir. Næsti niðurskurður verður 1. september, en þá verða sjö stelpur og sjö strákar valdin til að vera fulltrúar blandaðs liðs Íslands í kvennaflokki. Stökkþjálfari liðsins verður Birgir Björnsson og dansþjálfari verður Alice Flodin. Fimleikadeild Selfoss vill koma á framfæri hamingjuóskum til stelpnanna með ósk um gott gengi í framhaldinu.