Fjórir Selfyssingar í hóp fyrir EM í Póllandi

EM 2016 Póllandi
EM 2016 Póllandi

Fjórir fyrrum leikmenn Selfoss eru í 28 manna hópi Arons Kristjánssonar fyrir EM í Póllandi.

Piltarnir sem um ræðir eru Árni Steinn Steinþórsson leikmaður Sonderjyske, Bjarki Már Elísson leikmaður Fuchse Berlin, Guðmundur Árni Ólafsson leikmaður Mors-Thy og Janus Daði Smárason leikmaður Hauka.

Æfingahópur Íslands verður tilkynntur á næstu dögum, en endalegur 16 manna hópur fyrir EM verður valinn á rétt fyrir mót.

Æfingar A landsliðs karla hefjast 29. desember og spila strákarnir við Portúgal í Höllinni 6. og 7. janúar. Föstudaginn 8. janúar heldur liðið til Þýskalands þar sem lokaundirbúningur liðsins fer fram og verða m.a. spilaðir tveir leikir Þjóðverja.

Meðfram æfingum A landsliðs karla hérna heima æfa líka B landsliðið og u20 karla.