Frábær árangur og fjöldi titla á MÍ 11-14 ára

Selfoss - Frjálsar MÍ 11-15 - vefur
Selfoss - Frjálsar MÍ 11-15 - vefur

Um síðustu helgi, 16.-17. ágúst, var Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára haldið á Akureyri og sendi HSK/Selfoss öflugan hóp keppenda. Frábær árangur náðist í mörgum greinum þrátt fyrir kulda og bleytu á laugardeginum.

HSK/Selfoss varð Íslandsmeistari í tveimur flokkum, 11 og 12 ára piltum og í öðru sæti í flokki pilta 14 ára aðeins einu stigi á eftir fyrsta sætinu og einnig í flokki 12 ára stúlkna aðeins átta stigum á eftir því fyrsta.

Í heildarstigakeppninni enduðum við í öðru sæti með 621 stig, ÍR í þriðja sæti með 438,5 stig en heimamenn í liði UFA voru með óvenju fjölmennt lið á þessu móti og sigruðu með 734,5 stig. Þetta er frábær árangur hjá okkar krökkum sérstaklega þegar litið er á að við erum rúmum 180 stigum ofar en félögin af stór-Reykjavíkursvæðinu.

Á mótinu unnu krakkarnir 14 Íslandsmeistaratitla, 15 silfurverðlaun og 5 bronsverðlaun. Einnig settu þau fjögur HSK met, tvö mótsmet og tvö landsmet.

Eftirfarandi árangur náðist í einstökum aldursflokkum og greinum á mótinu.

Piltar 11 ára
Aron Fannar Birgisson (Selfoss) – 60m 9,01 sek 3. sæti, 800m 2:54,59 mín 1. sæti, langstökk 4,28 m 1. sæti, hástökk 1,26 m 1. sæti og kúluvarp 8,05 m 2. sæti.
Hjalti Snær Helgason (Selfoss) – spjótkast 28,86 m 1. sæti.

Stúlkur 11 ára
Una Bóel Jónsdóttir (Hrun) – spjótkast 20,89 m 1. sæti og kúluvarp 8,17 m 1. sæti.
Sigrún Tinna Björnsdóttir (Selfoss) – kúluvarp 7,18 m 2. sæti.
Eva María Baldursdóttir (Selfoss) – hástökk 1,31 m 2. sæti.
Boðhlaupssveit HSK/Selfoss (Helga, Sigrún Tinna, Una Bóel, Eva María) 4x100 m 60,73 sek HSK-met.

Piltar 12 ára
Hákon Birkir Grétarsson (Selfoss) – 60m 8,48 sek 1. sæti, hástökk 1,45 m 2. sæti, langstökk 4,50 m 3. sæti, 80 m grind (13 ára) 13,25 sek HSK-met og landsmet.
Kolbeinn Loftsson (Selfoss) – hástökk 1,48 m 1. sæti, langstökk 4,63 m 2. sæti, kúluvarp 9,62 m 3. sæti og spjótkast 32,31 m 3. sæti.
Viktor Karl Halldórsson (Þór) – 60 m 8,50 sek 3. sæti, spjótkast 33,96 m 2. sæti.
Máni Snær Benediktsson (Hrun) – 800 m 2:42,91 mín 2. sæti.

Boðhlaupssveit HSK/Selfoss (Máni Snær, Hákon Birkir, Kolbeinn, Viktor Karl) 4x100 m 56,12 sek 1. sæti HSK-met, mótsmet og landsmet.

Stúlkur 12 ára
Hildur Helga Einarsdóttir (Selfoss) – spjótkast 33,12 m 1. sæti HSK-met og mótsmet og kúluvarp 10,37 m 1. sæti.
Solveig Þóra Þorsteinsdóttir (Þór) – hástökk 1,45 m 1. sæti og langstökk 4,84 m 2. sæti.
Boðhlaupssveit HSK/Selfoss (Lára Björk, Valgerður, Hildur Helga, Solveig Þóra) 4x100 m 58,64 sek 1. sæti.

Piltar 13 ára
Sindri Ingvarsson (Dímon) – kúluvarp 11,19 m 2. sæti.

Stúlkur 13 ára
Ragnheiður Guðjónsdóttir (Hrun) – kúluvarp 10,85 m 2. sæti.
Marta María Bozovic (Þór) – spjótkast 28,38 m 2. sæti.
Boðhlaupssveit HSK/Selfoss 4x100 m 59,80 sek 2. sæti.

Piltar 14 ára
Pétur Már Sigurðsson (Selfoss) – hástökk 1,70 m 1. sæti, langstökk 4,79 m 2. sæti, kúluvarp 10,42 m 3. sæti og spjótkast 34,64 m 3. sæti.