Frábær veðurspá fyrir þriðja Grýlupottahlaup ársins

Frjálsar - Grýlan 2017
Frjálsar - Grýlan 2017

Frábær þátttaka var í öðru Grýlupottahlaupi ársins 2017 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 29. apríl. Þátttakendur voru hálft annað hundrað sem er nokkuð umfram þátttöku undanfarin ár.

Úrslit úr hlaupinu má finna á vefsíðu Sunnlenska.is. Bestum tíma hjá stelpunum náði Hrefna Sif Jónasdóttir, 3:15 mín og hjá strákunum var það Dagur Fannar Einarsson sem hljóp á 2:46 mín.

Spáð er brakandi blíðu í þriðja hlaupi ársins sem fer fram nk. laugardag 6. maí. Skráning hefst kl. 10:30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.

---

Tilbúin í rásmarki í Grýlupottahlaupinu.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Ágústa Tryggvadóttir