Fyrsti leikur vorsins á heimavelli í kvöld

Meistaraflokkur karla tekur á móti Víkingum frá Ólafsvík í Lengjubikarnum á gervigrasvellinum á Selfossi í kvöld. Er þetta jafnframt fyrist opinberi leikur meistaraflokks á heimavelli á þessu ári. Það stefnir í hið besta veður og því ættu Selfyssingar að skella sér á völlinn og sjá strákana eiga við Ólafsvíkinga. Leikurinn hefst kl. 19:00.