Glæsileg 10 ára afmælissýning Fimleikadeildar Selfoss

_MG_2094
_MG_2094

Glæsileg tíu ára afmælissýning Fimleikadeildar Umf. Selfoss fór fram á laugardag. Sýningin gekk vel að vanda og voru margir með gleðitár á hvarmi í lok sýningar. Iðkendur komu fram í hverju glæsiatriðinu á fætur öðru og skiluðu sínu með glæsibrag. Toppurinn á deginum var lokaatriði meistaraflokks sem skörtuðu aðalpersónum úr sýningum fyrri ára og punktinn yfir i-ið setti Elísa Dagmar Björgvinsdóttir með stórglæsilegum söng á laginu Ó helga nótt við undirleik Sigmundar Sigurgeirssonar. Til hamingju Selfyssingar með flotta og frambærilega æsku, þau voru langflottust!

Inga Heiða heiðruð á jólasýningunni

Ljósmyndarinn Inga Heiða Heimisdóttir var heiðruð á jólasýningunni á laugardag fyrir frábært starf í þágu deildarinnar undanfarin ár. Inga Heiða hefur verið mjög iðin við myndatökur á jólasýningum og fimleikamótum. Þar með hefur hún gefið foreldrum tækifæri á að eignast myndir af sínum börnum en foreldrar hafa ekki tök á að ná svona góðum myndum þegar börnin eru á hreyfingu.

Allar myndir Ingu Heiðu eru á fésbókarsíðu sem ber nafnið Selfoss fimleikamyndir en þar gefst fólki kostur á að njóta fjölda mynda frá ýmsum viðburðum síðustu ár. Einnig gefst fólki kostur á að kaupa myndir og rennur allur ágóði í fræðslusjóð fimleikadeildarinnar.

Ljósmyndir Ingu Heiðu af sýningunni má finna á fésbókasíðunni Selfoss fimleikamyndir.