Glæsilegt Brúarhlaup Selfoss

Frjálsar Brúarhlaupið 2014
Frjálsar Brúarhlaupið 2014

Brúarhlaup Selfoss fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 9. ágúst samhliða bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi. Fjöldi hlaupara og hjólreiðamanna tók þátt en boðið var upp á 10 km, 5 km og 2,8 km hlaup auk 5 km hjólreiða.

Kári Steinn Karlsson varð fyrstur í 10 km hlaupi karla á 30,38 mínútum en fyrst kvenna varð Arndís Ýr Hafþórsdóttir á 37,47 mínútum. Í 5 km hlaupi varð Sigurjón Ernir Sturluson fljótastur á 17,25 mínútum og Agnes Kristjánsdóttir fyrst kvenna en hún rann skeiðið á 18,50 mínútum.

Á vefsíðunni Hlaup.is má finna öll úrslit úr Brúarhlaupinu.

Eins og áður hefur komið fram var hlaupið með nokkuð breyttu sniði í ár þar sem hlaupaleiðir voru færðar inn í Selfossbæ í fallegt umhverfi á skjólsælu göngustígakerfi bæjarins. Þá endaði hlaupið í Sigtúnsgarðinum og varð þar með einn af fjölmennustu viðburðum á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi.

Mikil ánægjar var með þær breytingar sem gerðar voru á hlaupinu og ljóst að Brúarhlaupið er komið til að vera innanbæjar á Sumar á Selfossi. Bæjarbúar voru duglegir að hvetja hlaupara áfram og er stefnt á ennþá meiri stemmningu á næsta ári.

Myndir úr Brúarhlaupinu 2014 má finna á fésbókarsíðu Ungmennafélags Selfoss.