Grace Rapp áfram á Selfossi

grace_rapp-2018
grace_rapp-2018

Knattspyrnudeild Selfoss hefur gert nýjan samning við enska miðjumanninn Grace Rapp og mun hún spila með liði Selfoss á komandi sumri.

Rapp, sem er 23 ára gömul, gekk í raðir Selfoss í júlíglugganum á síðasta tímabili og náði á skömmum tíma að stimpla sig inn sem einn af öflugustu miðjumönnum Pepsideildarinnar.

Það er því mikið fagnaðarefni fyrir Selfyssinga að Grace verði áfram í okkar röðum.

Áður lék hún við góðan orðstír með Miami Hurricanes sem er skólalið Miami University. Í heimalandinu lék hún meðal annars með Yeovil Town en hún á að baki þrjá landsleiki fyrir U19 ára lið Englands.

„Selfoss er frábært lið og mér hefur tekist að samlagast því á þægilegan hátt. Þjálfunarstíllinn hefur virkilega ýtt við mér að spila áfram í sterkri deild eins og Pepsideildin er. Ég er mjög spennt að gera nýjan samning og sömuleiðis að sjá hvað við getum afrekað á næsta tímabili. Ég vil þakka öllum þeim sem tóku þátt í því að gefa mér áfram tækifæri á Selfossi,“ segir Grace Rapp.