Grátlegur ósigur hjá strákunum

ksi-merki
ksi-merki

Strákarnir okkar fengu HK í heimsókn á JÁVERK-völlinn í 1.deildinni á föstudag en bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferð.

Okkar menn réðu lögum og lofum á vellinum stóran hluta leiksins eða allt þar til að nýr liðsmaður Selfoss, Halldór Arnarson, var rekinn af velli með sitt annað gula spjald á 67. mínútu. Strákarnir héldu góðu skipulagi og virtust ætla að tryggja sér stig úr leiknum þegar gestirnir tryggðu sér sigur með marki á lokamínútum leiksins.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfyssingar um miðja deild og mættu Reyni frá Sandgerði í Borgunarbikarnum á þriðjudag. Þeir sækja Víkinga heim í Ólafsvíkina hennar Olgu á laugardag 22. maí og hefst leikurinn kl. 16:00.