Grímur og Úlfur í fremstu röð í Kaupmannahöfn

Grímur - Júdó
Grímur - Júdó

Selfyssingarnir Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson kepptu um helgina á Copenhagen Open, afar fjölmennu alþjóðlegu júdómóti í Danmörku.

Grímur keppti til úrslita í -90 kg flokki U21 árs og endaði með silfurverðlaunin. Úlfur keppti einnig í sama flokki og vann eina viðureign en komst ekki á pall en það gerði hann hinsvegar í +81 kg flokki U18 ára daginn áður þar sem hann varð í þriðja sæti.

Úrslit mótsins má finna á vefsíðu Júdósambands Íslands.

---

Grímur náði í silfurverðlaun á mótinu.