Guðmundur í raðir Rosenborgar

Knattspyrna - Gummi Tóta í Rosenborg
Knattspyrna - Gummi Tóta í Rosenborg

Rosenborg hefur fengið Selfyssinginn Guðmund Þórarinsson í sínar raðir frá FC Nordsjælland. Greint var frá því á vef Fótbolta.net að Guðmundur hafi skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við Rosenborg.

Guðmundur, sem er uppalinn hjá Selfossi, hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk þess að eiga þrjá leiki fyrir A-landsliðið.

„Hann þekkir norska fótboltann vel og gefur okkur fleiri möguleika á miðjunni," sagði Stig Inge Björnebye, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg, og fyrrum leikmaður Liverpool.

Rosenborg er ríkjandi Noregsmeistari og stórveldi í Skandinavíu en fyrir hjá félaginu eru tveir Íslendingar; Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson.

---

Guðmundur og Stig Inge eftir undirskrift.
Ljósmynd af heimasíðu Rosenborg.