Gunnar Snorri bestur í Finnlandi

Taekwondo Gunnar Snorri
Taekwondo Gunnar Snorri

Um helgina fóru þrír keppendur frá Taekwondodeild Selfoss til keppni á Nurtzi Open 2015, Nurmijärvi í Finnlandi en mótið er haldið af einum að félögunum sem standa að Team Nordic.

Gunnar Snorri Svanþórsson vann til gullverðlauna og var kosinn keppandi mótsins um helgina. Gunnar er afar efnilegur taekwondomaður og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni . Auk hans kepptu Birgir Viðar Svansson og Kristín S. Róbertsdóttir á mótinu og vann Kristín Sesselja til bronsverðlauna.