Handboltahóf 2014

Lokahóf 2014 Handknattleikur
Lokahóf 2014 Handknattleikur

Lokahóf meistaraflokka karla og kvenna auk 2. flokks karla verður haldið á Hótel Selfossi laugardaginn 10. maí. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.

Boðið verður upp á þriggja rétta glæsilegan kvöldverð. Í forrétt verður rjómalöguð súpa. Aðalréttur er ofnbakað lambalæri með kartöfluturni, rótargrænmeti og rauðvínsgljáa. Á eftir er boðið upp á heita súkkulaðiköku með blautum kjarna og vanilluís.

Dagskrá kvöldsins samanstendur af verðlaunaafhendingu, happdrætti, happy hour, gríni og glensi. Veislustjóri er hin eina og sanna Helga Braga.

Eftir lokahófið taka Greifarnir við ásamt Sigga Hlö og halda uppi stuðinu fram á rauða nótt. Þetta getur ekki klikkað!

Fyrir aðdáendur söngvakeppni sjónvarpsins verður atriði Pollapönks varpað á tjald þegar þeir stíga á svið 

Verð:
Miði á lokahóf og dansleik kostar 5.700 kr.
Miði á dansleik kostar 2.200 kr. í forsölu (2.800 kr. við innganginn). Húsið opnar fyrir ballgesti kl. 23.00

Miðasala er komin á fullt í hestavöruversluninni hjá Baldvini og Þorvaldi og í síma 849-2913 til föstudagsins 9. maí.

Þeir sem ekki eru búnir að kaupa miða - flýtið ykkur - þetta stenst enginn!