Hlaupamót Selfoss

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Meistarahópur Selfoss í frjálsum var með mót í 400 metra hlaupi í Kaplakrika í Hafnarfirði laugardaginn 12. nóvember.

Á mótinu hlupu þrír piltar af sambandssvæði HSK. Sindri Seim Sigurðarson Umf. Heklu  hljóp á  57,13 sek. sem er Íslandsmet í 13 ára flokki pilta og að sjálfsögðu einnig HSK met. Sindri bætti HSK metið í sínum flokki á Gaflaranum 5. nóvember sl. og var þá skammt frá Íslandsmetinu, sem Reynir Zoëga átti og var 57,88 sek. Sindri  bætti því Íslandsmetið um 0,75 sekúndur, sem er magnaður árangur. Þesssi árangur Sindra er einnig HSK met í 14 og 15 ára flokkum.

Dagur Fannar Einarsson Umf. Selfoss hljóp á á 57,26 sekúndum, sem er persónulegt met hjá honum, en hann bætti HSK metið í sínum flokki á Gaflaranum á dögunum. Gamla metið var 57,62 sek. Hann hljóp því undir HSK metinu, en Sindri hljóp á betri tíma og Dagur á því ekki metið lengur í þessum flokki.

Hákon Birkir Grétarsson Selfossi hljóp svo á 59,72 sek. sem er persónulegt met hjá honum en hann er  í 14 ára flokki.

Nánari upplýsingar um Hlaupamót Selfoss í mótaforritinu Þór.