Höfuðhögg í íþróttum

ISI-logo
ISI-logo

Miðvikudaginn 8. apríl heldur Íþróttasamband Íslands málþing um höfuðáverka í íþróttum í samstarfi við Íþróttafræðisvið og sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík og Leikmannasamtök Íslands.

Málþingið verður haldið klukkan 12-13 í stofu V101 í Háskóla Reykjavíkur.

Erindi flytja:

María Kristín Jónsdóttir, taugasálfræðingur og dósent við HR flytur erindi sem nefnist Hvað gerist í heilanum við höfuðhögg?

Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari, fjallar um fyrstu viðbrögð og eftirfylgd.

Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleikfjallar um reynslu sína af því að hljóta höfuðhögg við íþróttaiðkun.