Hrafnhildur fékk brons með landsliðinu á Algarve

Knattspyrna - Hrafnhildur A-landslið
Knattspyrna - Hrafnhildur A-landslið

Algarvemótinu, alþjóðlegu móti kvennalandsliða, lauk í gær með úrslitaleikjum. Íslenska landsliðið með Hrafnhildi Hauksdóttur, leikmann Selfoss, og Dagnýju Brynjarsdóttur, fyrrum leikmann Selfoss, innanborðs endaði í þriðja sæti mótsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Nýja-Sjálandi. Hrafnhildur lék allan leikinn en Dagný kom inn á á 60 mínútu.

Liðið hafði áður unnið Belga 2-1 þar sem Dagný skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 61. mínútu. Hrafnhildur sat á varamannabekknum allan tímann.

Því næstu lagði liðið Dani 4-1 þar sem Hrafnhildur og Dagný spiluðu allan leikinn.

Í lokaleik riðilsins lá liðið fyrir Kanada 0-1 og spilaði Dagný 78 mínútur en Hrafnhildur sat á bekknum allan tímann.