Hrafnhildur Hanna með landsliðinu í undankeppni EM

Hanna stjórnar leik Íslands U20
Hanna stjórnar leik Íslands U20

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var fyrir helgi valin í íslenska landsliðið í handbolta sem undirbýr sig fyrir tvo leiki við Frakka og Þjóðverja í fyrstu umferð riðlakeppninnar fyrir EM 2016.

Fyrri leikur liðsins er á útivelli gegn Frökkum fimmtudaginn 8. október kl. 17:00 í Antibes í Frakklandi en seinni leikurinn er á heimavelli gegn Þjóðverjum sunnudaginn 11. október kl. 16:00 í Vodafone höllinni. Tímasetningar eru að íslenskum tíma.

---

Ljósmynd úr safni Umf. Selfoss/Eyjólfur Garðarsson