Hrafnhildur íþróttamaður ársins

Hrafnhildur Hauksdóttir Íþróttamaður ársins
Hrafnhildur Hauksdóttir Íþróttamaður ársins

Hrafnhildur Hauksdóttir knattspyrnukona sem spilar með Selfoss í Pepsi-deildinni var valin íþróttamaður ársins 2014 í Rangárþingi eystra.

Fjórir voru tilnefndir og auk Hrafnhildar voru þau María Rósa Einarsdóttir íþróttafélaginu Dímon, Andri Már Óskarsson GHR og Guðbergur Baldursson Knattspyrnufélagi Rangæinga. Valið var kynnt á 17. júní hátíðinni á Hvolsvelli.

Á árinu 2014 lék Hrafnhildur 20 leiki í Pepsi-deildinni og bikarkeppni KSÍ með meistaraflokki kvenna hjá Selfossi. Liðið náði í silfurverðlaun í bikarkeppni KSÍ og endaði í fjórða sæti á Íslandsmótinu. Hrafnhildur lék einnig átta leiki með U19 ára landsliði Íslands og var fyrirliði í þremur þeirra.

Í umsögn um Hrafnhildi kemur fram að hún er frábær íþróttamaður og góð fyrirmynd fyrir unga sem aldna. Hrafnhildur hlaut auk eigna- og farandbikars, gjafabréf í Intersport og árskort í sund og líkamsrækt á Hvolsvelli.

Það var Ólafur Örn Oddsson sem kynnti og afhenti bíkarinn.

---

Á myndinni er Hrafnihildur í miðjunni með foreldrum sínum, Hauki Kristjánssyni og Guðmundu Þorsteinsdóttur.
Ljósmynd: Rangárþing eystra.