HSK mótið í taekwondo

hsk_rgb
hsk_rgb

HSK mótið í taekwondo, sem fresta varð vegna veðurs á dögunum, verður haldið í Íþróttahúsinu Iðu á Selfossi 23. janúar 2016. Mótið hefst kl. 13:00 þar sem keppt verður í poomsae(formi). Kl. 14:30 hefst svo keppni í Sparring (bardaga). Síðast en ekki síst verður keppt í þrautabraut sem hefst kl. 17:30. Áætla má að mótinu ljúki með verðlaunaafhendingu kl.19:00. Þessar tímasetningar geta riðlast eitthvað til eftir fjölda keppenda.