Hvatagreiðslur hækka

Sveitarfélagið Árborg byggðamerki
Sveitarfélagið Árborg byggðamerki

Þegar nýtt hvatagreiðsluár byrjar þann 1. febrúar nk. mun framlag Sveitarfélagsins Árborgar til styrktar börnum sem stunda skipulagt íþrótta og/eða tómstundastarf hækka um 50% eða úr 10.000 kr. í 15.000 kr.

Foreldrar barna á aldrinum 5–17 ára (1997–2009) geta sótt um hvatagreiðslur í gegnum Mín Árborg. Hvatagreiðslan gildir fyrir öll íþrótta- og tómstundanámskeið sem telja um 10 vikur eða lengur t.d. íþróttaæfingar, tónlistarnám, skátastarf o.fl. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um hvatagreiðslurnar.

Fram til 31. janúar 2014 er hægt að sækja um 10.000 kr. hvatagreiðslu fyrir hvert barn 5–17 ára búsett í Sveitarfélaginu Árborg fyrir árið 2013.