Ingibjörg Erla taekwondokona ársins

Taekwondo Ingibjörg Erla Serbía II
Taekwondo Ingibjörg Erla Serbía II

Taekwondosamband Íslands hefur valið Ingibjörgu Erlu Grétarsdóttur úr Umf. Selfoss taekwondokonu ársins 2015.

Ingibjörg Erla hefur náð einstökum árangri á mótum erlendis á árinu en hæst hæst bar silfurverðlaun á gríðarlega sterku móti, Serbian Open, sem er hluti af stigamótaröð Alþjóða Taekwondosambandsins, WTF. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kona vinnur til verðlauna á mótaröðinni, þar sem saman kemur sterkasta taewkondofólk heimsins hverju sinni.

Meðal annarra afreka Ingibjargar Erlu á árinu má nefna að varði bæði Íslands- og Norðurlandameistaratitil sinn á árinu. Ingibjörg Erla er okkar allra besta bardagakona í taekwondo um þessar mundir og mun hún um miðjan janúar keppa í Tyrklandi á lokaúrtökum fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Ríó í Brasilíu næsta sumar.

---

Ingibjörg Erla með silfurverðlaunin frá opna serbneska mótinu.