Ísak og Tryggvi með silfur í Þýskalandi

Ísak og Tryggvi
Ísak og Tryggvi

Selfyssingarnir Ísak Gústafsson og Tryggvi Þórisson léku með U-18 ára landsliði Íslands sem tók þátt á hinu árlega Sparkassen Cup í Lübeck í Þýskalandi á milli jóla og nýárs.

Liðið bar sigurorð af Sviss og Ítalíu í riðlakeppninni en lá fyrir Þýskalandi.

Umfjöllun um leikinn gegn Sviss

Umfjöllun um leikina gegn Ítalíu og Þýskalandi

Í undanúrslitum vann liðið öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi en liðið endaði í öðru sæti á mótinu eftir þriggja marka tap í hörku úrslitaleik, aftur gegn Þjóðverjum.

Umfjöllun um undanúrslitaleikinn og úrslitaleikinn

Gott mót að baki, næstu verkefni liðsins verða í sumar þar sem liðið spilar m.a. á EM í ágúst.

---

Ísak (t.v.) og Tryggvi geta verið stoltir af frammistöðu sinni enda sýndu þeir frábæra spilamennsku á mótinu.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG