Íslandsmet, þrjú HSK met og 26 verðlaun

Frjálsar 4x200m hlaup Dagur Fannar, Hákon Birkir, Tryggvi og Jónas
Frjálsar 4x200m hlaup Dagur Fannar, Hákon Birkir, Tryggvi og Jónas

Frjálsíþróttadeild Selfoss gerði um helgina góða ferð á Gaflarann sem er opið frjálsíþróttamót fyrir 10-14 ára. Mótið í ár var gríðarlega stórt, yfir 300 keppendur og greinilegt að frjálsar íþróttir eru vaxandi grein.

Mjög mikið var um persónulegar bætingar hjá krökkunum okkar á mótinu og lofar það góðu fyrir framhaldið.

Besta afrek okkar var án efa í 4x200 metra boðhlaupi 13 ára pilta en þeir settu glæsilegt Íslands- og HSK met á tímanum 1:52,62 mín og bættu Íslandsmetið um nærri 2 sekúndur.

Hrefna Sif Jónasdóttir bætti HSK metið í 400 metra hlaupi um rúmar 5 sekúndur er hún hljóp á 71,91 sekúndu og Dagur Fannar Einarsson bætti einnig HSK met í 400 metra hlaupi 13 ára pilta sem hann hljóp á 60,12 sekúndum.

Alls unnu Selfyssingar til næstflestra verðlauna á mótinu, samtals 26, ellefu gullverðlaun, níu silfurverðlaun og sex bronsverðlaun.

Dagur Fannar Einarsson, 13 ára sigraði í 60 m hlaupi, 400 m hlaupi og boðhlaupi.

Hákon Birkir Grétarsson, 13 ára sigraði í hástökki og boðhlaupi, fékk silfur í kúluvarpi, 60 m og 400 m hlaupum.

Vilhelm Freyr Steindórsson, 13 ára sigraði í kúluvarpi og varð þriðji í hástökki.

Jónas Grétarsson, 13 ára sigraði í boðhlaupi og varð þriðji í 60 m og 400 m hlaupum.

Tryggvi Þórisson, 13 ára sigraði í boðhlaupi og varð annar í hástökki.

Valgerður Einarsdóttir, 13 ára sigraði í hástökki.

Hildur Helga Einarsdóttir, 13 ára sigraði í kúluvarpi.

Sæþór Atalson, 11 ára sigraði í kúluvarpi.

Rúrik Nikolai Bragin, 10 ára sigraði í langstökki og skutlukasti.

Daði Kolviður Einarsson, 10 ára sigraði í 60 m hlaupi og varð annar í skutlukasti.

Hrefna Sif Jónasdóttir, 11 ára varð önnur í langstökki og 400 m hlaupi.

Bríet Bragadóttir, 13 ára varð önnur í 400 m hlaupi og þriðja í 60 m hlaupi.

Helga Margrét Óskarsdóttir, 14 ára varð þriðja í kúluvarpi.

Hreimur Karlsson, 10 ára varð þriðji í 60 m hlaupi og langstökki.

Öll úrslit mótsins eru á Þór mótaforriti FRÍ.

---

Íslandsmetarhaf í 4 x 200 metra hlaupi Dagur Fannar, Hákon Birkir, Tryggvi og Jónas.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Þuríður Ingvarsdóttir