Íslandsmót í mótokrossi á Selfossi

329 (2)
329 (2)

Laugardaginn 8. júní fer fram fyrsta umferðin af fimm í Íslandsmeistaramótinu í mótokrossi. Keppnin fer fram í braut mótokrossdeildar Umf. Selfoss sem er staðsett norðan megin við Steypustöðina. Búist er við hörkukeppni þar sem flestir bestu ökumenn landsins mæta á svæðið.

Nokkrir keppendur frá Umf. Selfoss keppa og eru flestir þeirra að taka þátt í fyrsta sinn í Íslandsmótinu í 85cc flokki.

Veðrið hefur leikið okkur grátt þessa dagana og vonum við að brautin verði orðin þurr á keppnisdag annars verður keppnin jafnvel færð. Fyrstu flokkarnir verða ræstir kl. 12 en upphitun byrjar kl. 10. Endilega fylgist með mótókross á www.umfs.is  eða á facebook síðu félagsins, UMFS Motocross Selfoss. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir fullorðna og frítt fyrir 12 ára og yngri.