Júdóæfingar í Sandvíkursalnum

Júdó - Lego
Júdó - Lego

Vetrarstarfið hjá júdódeild er að hefjast í íþróttasalnum í Sandvíkurskóla (beint á móti Sundhöll Selfoss). Fyrstu æfingar vetrarins eru í dag, fimmtudaginn 1. september. Allir eru velkomnir að taka þátt í skemmtilegu starfi deildarinnar.

Upplýsingar um æfingatíma eru á vefsíðu Umf. Selfoss.

Gengið er frá skráningu og greiðslu æfingagjalda í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra. Með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum í gegnum Ísland.is er á sama tíma hægt að sækja hvatagreiðslur frá Sveitarfélaginu Árborg.