Keppt í formum, bardaga og þrautabraut á héraðsmóti HSK

Taekwondo Vinamót 2014
Taekwondo Vinamót 2014

Héraðsmót HSK í taekwondo var haldið í Baulu 12. desember sl. Keppt var í formum, bardaga og þrautabraut og skemmtu allir sér hið besta.

Stigakeppni mótsins var tvískipt og unnu Selfyssingar öruggan sigur í báðum flokkum. Í flokkum 13 ára og eldri hlutu Selfyssingar 81 stig og Dímin var með 27 stig. Í yngri flokkum voru Selfyssingar með 44 stig, Hekla varð í öðru sæti með 12 stig og Dímon varð í þriðja með 10 stig.

Myndir og heildarúrslit má sjá á heimasíðu HSK.