Krónu-mótið fer fram um helgina

Um helgina verður Krónu-mótið fyrir yngra árið í 5. flokki drengja haldið á Selfossi. Mótið ber nafn Krónunnar sem er einn helsti styrkaraðili hins öfluga yngri flokka starfs á Selfossi.

Þátttökulið eru 25 þar af er Selfoss með þrjú lið eða fleiri en nokkurt annað félag. Leiknir verða 50 leikir í íþróttahúsi Vallaskóla og íþróttahúsinu Iðu bæði laugardag og sunnudag.

eg

---

Handbolti Mót í 5. flokki

Selfyssingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar í þessum flokki og eru í efsta sæti eftir tvö fyrstu mót vetrarins. Það er tilvalið fyrir áhugafólk að kíkja á þessa efnilegu handboltastráka um helgina.
Ljósmynd: Umf. Selfoss