Lánleysið lék Selfyssinga grátt

Pepsi-deildar logo 2010 landscape-blatt
Pepsi-deildar logo 2010 landscape-blatt

Selfyssingar tóku á móti KR í gríðarlega mikilvægum leik í fallbaráttu Pepsi-deildarinnar í gær. Það voru KR-ingar sem skoruðu eina mark leiksins gegn lánlausu liði Selfoss.

Þrátt fyrir mikla yfirburði stóran hluta fyrri hálfleiks skoruðu gestirnir úr vesturbæ mark eftir rúman hálftíma. Selfyssingar áttu margar góðar sóknir í leiknum, færi og dauðafæri sem ekki nýttust og því var niðurstaðan afar svekkjandi tap.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Úrslitin þýða að Selfoss dregst enn dýpra í fallbaráttu og eru í 8. sæti einungis stigi frá fallsæti. Ef ekki á illa að fara þurfa Selfyssingar nauðsynlega að ná í sigur í einhverjum af síðustu fjórum leikjunum þar sem KR og ÍA eiga eftir að mætast innbyrðis í lokaumferðinni.

Næsti leikur Selfoss er gegn FH á útivelli þriðjudaginn 6. september kl. 17:30 en FH er í 7. sæti með 13 stig.