Mikilvæg stig

sigur
sigur

Það voru mikilvæg stig sem Selfoss náði í þegar lið mfl.kvenna vann ÍR á laugardaginn. Leikurinn var jafn í upphafi en Selfyssingar gáfu vel í áður en flautað var til leikhlés og höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 12-9. Síðari hálfleikinn byrjuðu okkar stelpur gríðarlega vel og náðu mest sjö marka forystu, 17-10 þegar um 17 mínútur voru eftir af leiknum. ÍR náði aðeins að saxa á forskotið en sigurinn var þó aldrei í hættu og lokatölur urðu 23-19 fyrir Selfoss.

Með þessum sigri er Selfoss komið með aðra höndina í úrslitakeppnina en liðið er í harðri baráttu við HK um áttunda sætið í deildinni. Selfoss heldur því sæti  með 18 stig á meðan HK er í níunda sæti með 17 stig. Liðin eiga aðeins eftir að spila einn leik áður en úrslitakeppnin hefst og ræðst þá hvort þessara liða kemst áfram. Selfoss á leik á móti Val á Hlíðarenda þriðjudaginn 31. mars, klukkan 19:30 og er fólk hvatt til að mæta og styðja stelpurnar alla leið.

Markaskorun: Hrafnhildur Hanna 10 mörk, Þuríður 5 mörk, Carmen Palamariu, Perla Ruth og Hildur Öder 2 mörk hver og Kristrún og Thelma Rut 1 mark hvor.

Á mynd: Perla Ruth, Þuríður, Harpa Sólveig og Carmen sáttar eftir góðan sigur /Myndina tók Jóhannes Ásgeir Eiríksson en fleiri myndir frá leiknum má sjá hér.