Nettó-mótið í hópfimleikum á Selfossi

Netto-slogan
Netto-slogan

Fimleikadeild Selfoss heldur byrjendamót í hópfimleikum laugardaginn 15. mars 2014. Mótið verður haldið í íþróttahúsinu Iðu sem er íþróttahús Fjölbrautaskólans á Suðurlandi.

Keppt verður eftir 5. flokks reglum FSÍ með öllum þeim undanþágum sem þar eru teknar fram sem og meira til. Aldurstakmark þátttakenda eru börn fædd 2007 og fyrr. Skipt verður í aldursflokka eftir skráningu. Allir fá viðurkenningu fyrir þátttökuna þar sem veitt verða verðlaun fyrir besta áhaldið hjá hverju liði fyrir sig.

Þátttökugjald er 1.500 kr. Innifalið í því er verðlaunapeningur og íspinni. Hvert félag sem skráir lið til keppni sendir einn dómara eða greiðir 5.000 kr. í dómaragjald til okkar og þá finnum við dómara og greiðum þeim laun.

Skráningarfrestur er 5. mars á netfangið fimleikarselfoss@simnet.is.

Nánari upplýsingar veitir Olga Bjarnadóttir á sama netfang.

Hlökkum til að sjá ykkur á Selfossi.