Ómar Ingi með fullkomna nýtingu á HM

handbolti-omar-ingi-magnusson-hm-2017
handbolti-omar-ingi-magnusson-hm-2017

Eins og alþjóð veit luku Íslendingar leik á HM í handbolta um seinustu helgi þegar við lutum í gólf gegn heimamönnum í Frakklandi.

Selfyssingar áttu kvartett fulltrúa í landsliðhóp Íslendinga þar sem Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og Bjarki Már Elísson komu við sögu í öllum leikjum liðsins. Þá var ávallt tilbúinn á hliðarlínunni Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari liðsins.

Strákarnir okkar stóðu sig með miklum sóma en mikla athygli vakti vaskleg framganga Ómars Inga á vítalínunni en um árabil hafa Íslendingar haft Guðjón Val Sigurðsson fyrirliða sem okkar fremstu vítaskyttu. Á mótinu í Frakklandi tók Guðjón Valur alls tíu vítaskot fyrir Íslandi og skoraði úr sjö þeirra en Ómar Ingi bætti um betur þar sem hann tók átta vítaskot og skoraði úr þeim öllum og var því með 100% nýtingu úr vítaskotum á mótinu. Alls gerði hann tólf mörk á mótinu.

Nánar er fjallað um vítanýtingu Ómars Inga á Vísi.is.

---

Ómar Ingi býr sig undir að skora úr víti í Frakklandi.
Ljósmynd: FimmEinn.is/Brynja T.