Ómar Ingi tryggði 5. sætið

U-18 ára landsliðið lauk leik á Sparkessen Cup í Þýskalandi í gær. Þegar upp var staðið hafði liðið tryggt sér 5. sæti á mótinu sem verður að teljast viðunandi árangur. Ómar Ingi fór mikinn í leiknum um 5. sætið eftir rólegan leik gegn Slóvökum.

U-18 ára landslið karla vann stórsigur á Slóvökum 32-20. Staða í hálfleik var 12-10 fyrir Íslandi. Strákarnir léku frábærlega í síðari hálfleik og með frábærum varnarleik og góðri markvörslu vannst öruggur sigur.

Mörk Íslands í leiknum gerðu: Birkir Benediktsson 10, Ragnar Kjartansson 7, Hjalti Már Hjaltason 4, Þorgeir Davíðsson 4, Þórarinn Traustason 2, Henrik Bjarnason 2, Aron Dagur Pálsson 1, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1 og Ómar Ingi Magnússon 1.

Í markinu átti Grétar Ari Guðjónsson stórleik og varði 17 bolta og Einar Baldvin Baldvinsson 5.

Síðar í gær mætti liðið úrvalsliði Saar í leik um 5.sætið í mótinu og hafði sigur úr bítum 27-24. Staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Íslandi.

Mörk Íslands í leiknum gerðu: Ómar Ingi Magnússon 8, Henrik Bjarnason 4, Hlynur Bjarnason 4, Dagur Arnarsson 2, Leonharð Harðarson 2, Egill Magnússon 2, Birkir Benediktsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1 og Hjalti Már Hjaltason 1.

Í markinu átti Grétar Ari Guðjónsson stórleik og varði 17 bolta.

Fréttin er byggð á fréttum af heimasíðu HSÍ.