Opið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi

Landsmót 50+ 2015
Landsmót 50+ 2015

Opnað hefur verið fyrir skráningu á 5. Landsmót UMFÍ 50+ sem verður haldið á Blönduósi dagana 26.-28. júní.

Allir sem eru 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum á mótinu, hvort sem þeir eru í félagi eða ekki. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald kr. 3.500 kr. og öðlast þar með þátttökurétt í öllum keppnisgreinum.

Landsmót UMFÍ 50+ er ekki einungis íþróttamót heldur einnig heilsuhátíð og verður boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsar heilsufarsmælingar.

Fjölmargar keppnisgreinar verða í boði á Landsmóti UMFÍ 50+ á Blönduósi en það eru hestaíþróttir, frjálsar, boccia, bridds, dráttavélaakstur, golf, línudans, júdó, línudans, lombert, pútt, ringó, skák, skotfimi, starfshlaup, Dalahlaup, sund, pönnubökubakstur og stígvélakast.

Markmið mótsins er að skapa fólki 50 ára og eldri vettvang til að koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum og kynna um leið þá möguleika sem eru í boði til þess.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu UMFÍ.