Páskahappadrætti handknattleiksdeildar

Handbolti - Páskahappadrætti
Handbolti - Páskahappadrætti

Blásið hefur verið til leiks í páskahappadrætti handknattleiksdeildar Selfoss. Vinningar eru af fáheyrðum gæðum og heildaverðmæti rétt tæp milljón króna.

Hér er um að ræða eina allra stærstu fjáröflun deildarinnar og því hvetjum við alla til að taka vel á móti sölufólki sem verður á ferðinni í net- og raunheimum næstu tvær vikur. Dregið verður úr seldum miðum þriðjudaginn 22. mars nk. og verða vinningsnúmer birt hér á heimasíðu Umf. Selfoss. Allar nánari upplýsingar í síma 482-2477.

Áfram Selfoss!