Rikharð Atli og Margrét fimleikafólk ársins 2015

Fimleikar Íþróttafólk ársins
Fimleikar Íþróttafólk ársins

Fimleikafólk ársins var krýnt á jólasýningunni á laugardag en það eru þau Margrét Lúðvígsdóttir og Rikharð Atli Oddsson. Þau eru í blönduðu liði Selfoss sem eru ríkjandi Íslands-, bikar- og deildarmeistarar í hópfimleikum. Þau voru einnig í stóru hlutverki hjá sínu liði á Norðurlandamótinu í nóvember. Bæði hafa þau æft hópfimleika frá unga aldri, keppt á alþjóðlegum mótum undanfarin ár og stefna á að komast í landsliðið fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem haldið verður í Slóveníu 2016.

---

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Inga Heiða