Sautján fulltrúar Selfoss í úrvalshópum FSÍ

fimleikasamband-islands
fimleikasamband-islands

Fimleikasamband Íslands hefur birt úrvalshópa vegna Evrópumótsins í hópfimleikum sem fram fer í Slóveníu í haust.  Þetta er fyrsti æfingahópur sem er valinn en næsti hópur verður minni og verður tilkynntur í maí.  Fimleikadeild Selfoss á alls 17 fulltrúa í þessum hópum og óskum við iðkendum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með árangurinn.  Það verður gaman og spennandi að fylgjast með þessari vegferð og ljóst er að spennandi tímar eru framundan hjá iðkendunum.

Hópana má sjá á heimasíðu Fimleikasambandsins.