Selfoss samþykkir tilboð í Sindra

Sindri Pálmason
Sindri Pálmason

Selfyssingar hafa samþykkt tilboð danska úrvalsdeildarliðsins Esbjerg í miðjumanninn unga Sindra Pálmason.

Sindri, sem er 17 ára gamall, fór til Esbjerg á reynslu í október og í kjölfarið sýndi danska félagið mikinn áhuga á að fá hann til liðs við sig.

Sindri er miðjumaður og spilaði hann þrjá leiki með uppeldisfélagi sínu í 1. deildinni í sumar og var lykilmaður í 2. flokki félagsins.

Hann lék sína fyrstu landsleiki í haust þegar hann var valinn í U19 ára lið Íslands og lék þrjá leiki með liðinu á móti í Svíþjóð.

Esbjerg er félagsliðið í samnenfdri borg á Jótlandi. Liðið hefur fimm sinnum orðið danskur meistari og er ríkjandi bikarmeistari.

Fyrst var greint frá samkomulaginu á vef Sunnlenska.is sem auk þess birti viðtal við Sindra.