Selfoss sigraði Aldursflokkamótið í frjálsum íþróttum

Selfoss liðið sem sigraði Aldursflokkamót HSK
Selfoss liðið sem sigraði Aldursflokkamót HSK

Aldursflokkamót HSK 11-14 ára fór fram á Selfossvelli 24. og 25.júní sl. Mörg afrek litu dagsins ljós og margir að stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinum. Lið Selfoss sigraði stigakeppni félaganna með 311 stig en Dímon varð í öðru sæti með 226 stig. Héraðsleikar HSK 10 ára og yngri fóru fram fyrri daginn og var góð þátttaka á Héraðsleikunum en þar eru ekki afhent einstök verðlaun heldur fá allir þátttökupening.

Magnús Tryggvi Birgisson (14 ára) náði þeim frábæra árangri að verða áttfaldur HSK meistari og Sigríður Elva Jónsdóttir (13 ára) og Ásta Kristín Ólafsdóttir (14 ára) náðu einnig frábærum árangri en þær urðu báðar sjöfaldir HSK meistarar.

HSK meistarar frjálsíþróttadeildar Selfoss urðu eftirtaldir aðilar:

11 ára flokkur:

Ástdís Lilja Guðmundsdóttir: 60m hlaup 9,33 sek - 600m hlaup 2:05,06 mín og langstökk 3,59m

12 ára flokkur:

Bjarkey Sigurðardóttir: spjótkast 17,64m

Andri Már Óskarsson: 60m hlaup 9,56 sek – 600m hlaup 2:06,59 mín – hástökk 1,35m – langstökk 4,13m og kúluvarp 6,18m

Hilmir Dreki Guðmundsson: 60m grindahlaup 11,91 sek og spjótkast 22,84m

13 ára flokkur:

Sigríður Elva Jónsdóttir: 80m hlaup 11,37s - 600m hlaup 2:13,90 mín – 80m grindahlaup 15,29 sek – hástökk 1,35m – langstökk 4,20m – kúluvarp 8,30m og 4x100m boðhlaup 56,17 sek

Kristján Karl Gunnarsson: 4x100m boðhlaup 56,17 sek

Andri Fannar Smárason: Spjótkast 30,51m

14 ára flokkur:

Ásta Kristín Ólafsdóttir: 80m hlaup 11,85sek – 80m grindahlaup 16,55 sek – hástökk 1,26m – langstökk 3,78m – kúluvarp 8,97m – spjótkast 28,65m og 4x100m boðhlaup 56,17 sek

Dagbjört Eva Hjaltadóttir: 600m hlaup 2:17,19 mín.

Magnús Tryggvi Birgisson: 80m hlaup 10,62 sek – 600m hlaup 1:58,69 mín – 80m grindahlaup 17,72 sek – hástökk 1,45m – langstökk 4,51m – kúluvarp 8,47m – spjótkast 32,97m og 4x100m boðhlaup 56,17 sek

A-sveit Selfoss skipuð þeim Sigríði Elvu, Ástu Kristínu, Magnúsi Tryggva og Kristjáni Karli sigraði blandað boðhlaup og B-sveit Selfoss sem var skipuð þeim Andra Má, Hilmi Dreka, Andra Fannari og Dagbjörtu Evu unnu til bronsverðlauna

Bjarkey Sigurðardóttir varð HSK meistari í spjótkasti í flokki 12 ára

Frændurnir Magnús Tryggvi og Hróbjartur stóðu sig vel á mótinu. Magnús Tryggvi vann til 8 gullverðlauna og Hróbjartur vann sex silfurverðlaun

Keppendur Selfoss í flokki 14 ára stóðu sig afbragðsvel og sigruðu 14 ára stigakeppnina

13 ára flokkur Selfoss stóð sig frábærlega og sigruðu 13 ára stigakeppnina