Selfyssingar þriðju í sveitakeppni

Júdó Sveitakeppni 2015
Júdó Sveitakeppni 2015

Selfyssingar tóku þátt í sveitakeppni Júdósambands Íslands sem fór fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 28. nóvember.

Keppt var í sex karlasveitum og tveim kvennasveitum en Selfyssingar tóku þátt í karlaflokki. Liðsmenn Selfyssinga voru þeir Þór Davíðsson í +90 kg flokki, Egill Blöndal og Grímur Ívarsson í -90 kg flokki, Guðmundur Tryggvi Ólafsson og Þór Jónsson í -81 kg flokki og Ýmir Örn Ingólfsson í -73 kg flokki.

Eins og búist var við var keppnin jöfn og spennandi og úrslit réðust oft ekki fyrr en í síðustu viðureign. Sveitir frá JR sigruðu bæði í karla- og kvennasveitum og Draupnir varð í öðru sæti. Sveitir Selfoss og JR-B urðu í þriðja sæti í karlaflokki.

Myndir og nánari upplýsingar um úrslit má finna á vef Júdósambands Íslands.

---

Sveit Selfyssinga f.v. Þór, Grímur, Guðmundur Tryggvi og Ýmir Örn.
Ljósmynd: JSÍ/Elfar Davíðsson.