Sigur á Fylki í Árbænum

Katla María vs Fram
Katla María vs Fram

Selfoss sigraði Fylki nokkuð örugglega í Árbænum í gær, 19-23, í Grill 66 deild kvenna.

Selfyssingar voru með yfirhöndina allan leikinn, staðan í hálfleik var 9-13.  Mest komust stelpurnar sjö mörkum yfir, 11-18, um miðjan seinni hálfleik.  Þær gáfu aðeins eftir undir lokin og urðu lokatölur 19-23.

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 8, Hulda Dís Þrastardóttir 6/3, Agnes Sigurðardóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Þuríður Ósk Ingimarsdóttir 2, Hólmfríður Arna Steinsdóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1, Elín Krista Sigurðardóttir 1.

Varin skot: Henriette Østergaard 12 (38%)

Selfoss er því áfram í 3. sæti með 22 stig. Það er leikur hjá strákunum í dag gegn HK í Kórnum.  Næstu leikir eru síðan á laugardag, sannkallaður tvíhöfði þar sem strákarnir mæta ÍBV kl. 16:00 og stelpurnar taka á móti ÍR kl. 18:15.  Handboltaveisla.

---

Katla María var markahæst í kvöld.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/IHH