Sigur á ÍH

andri og elvar
andri og elvar

Meistaraflokkslið karla mætti Íþróttafélagi Hafnarfjarðar í 1.deildinni í gær.  ÍH voru sterkari framan af og leiddu t.a.m. 7-11 um miðjan fyrri hálfleik, Selfyssingar náðu að bæta úr og staðan í hálfleik var 17-18.

Í þeim síðari komu Selfossstrákar sterkari til leiks og náðu fljótt forystu sem þeir létu ekki af hendi þótt Hafnfirðingar reyndu hvað þeir gátu.

Hornamaðurinn knái og stórskemmtilegi hann Andri Már fór fyrir liðinu og var markahæstur með 9 mörk.

Góður 34-32 sigur staðreynd og liðið situr nú í 3.sæti deildarinna með fimm sigra og tvö töp.

Stefán Árnason þjálfari Selfoss sagðist í viðtali við síðuritara vera ánægður með leik sinna manna:

"sóknarleikurinn var trúlega það besta sem liðið hefur sýnt í allan vetur",

Stefán sagðist vera sáttur með liðið og leikinn, sérstaklega í ljósi þeirrar staðreyndar að í leiknum vantaði báðar örvhentu skyttur liðsins þá Jóhann Erlingsson og Teit Örn Einarsson, en Teitur var markahæsti leikmaður liðsins í síðustu tveimur leikjum.

       "Í þessum leik náðum við loksins að spila sóknarleikinn í gegn eins og hann er hannaður til og vorum þolinmóðir sem skilaði góðum færum nær allan tímann"

Næsti leikur er heimaleikur gegn efsta liðinu, Stjörnunni úr Garðabæ, föstudaginn 13.nóv í íþróttahúsi Vallaskóla kl 19:30.

Markaskorun:
Andri Már Sveinsson 9
Elvar Örn Jónsson 6
Hergeir Grímsson 6
Guðjón Ágústsson 4
Örn Þrastarson 3
Árni Geir Hilmarsson 2
Alexander Már Egan 2
Árni Guðmundsson 2

Markvarsla:
Helgi Hlynsson 6 varðir boltar (24%)
Birkir Fannar Bragason 3 varðir boltar (20%)

MM
JÁE /mynd)