Sigur á UMFA og úrslitaleikur í dag

Stelpurnar léku góða vörn í gær og markvarslan var mjög góð. Staðan í hálfleik var 8-14 fyrir okkar stelpur og útlitið gott. Hins vegar er UMFA með fínt lið og marga spræka leikmenn, spilar góða vörn og er með góðan markmann. Selfoss átti í erfiðleikum í sókninni í síðari hálfleik og skoraði þá aðeins 8 mörk en sem betur fer þá gáfu þær ekkert eftir í vörninni og héldu andstæðingnum undir 20 mörkum sem er mjög góður árangur. Lokatölur 18-22 fyrir Selfoss.

Í kvöld er svo sjálfur úrslitaleikurinn gegn Deildarmeisturum Víkings en þær unnu deildina með talsverðum yfirburðum. Hins vegar þá var Selfoss það lið sem veitti þeim hvað mesta keppni í vetur og unnu Víkingar báða deildarleikina með minnsta mun í jöfnum og hörkuskemmtilegum leikjum. Vonandi að leikurinn í kvöld verði það líka.

Helsta tölfræði:
Hildur  6 mörk, 2 stoðs. og 2 brotin fríköst
Þuríður  5 mörk, 1 stoðs., 3 varin skot og 1 brotið fríkast
Hanna  4 mörk, 4 stoðs., 5 varin skot og 16 brotin fríköst
Thelma Sif  4 mörk, 4 stoðs., 3 varin skot og 7 brotin fríköst
Tinna  2 mörk, 1 fengið víti og 3 brotin fríköst
Alexandra  1 mark, 1 stoðs. og 2 varin skot
Thelma Björk 2 brotin fríköst
Sigrún  2 brotin fríköst
Gerður  1 brotið fríkast
Ásdís varði 17 skot (49%)

Glæsilegt stelpur og gangi ykkur vel í kvöld

Áfram Selfoss