Sigur eftir háspennu

ElliMotM2
ElliMotM2

Selfoss lagði ÍBV í Suðurlandsslagnum í Olísdeild karla  í kvöld með tveimur mörkum, 30-28. 

ÍBV hafði yfirhöndina mestan luta leiks og var yfirleitt með um 2-3 marka forystu, staðan í hálfleik 14-16 ÍBV í vil. Áfram hélt ÍBV frumkvæðinu í seinni hálfleik.   Selfyssingar önduðu þó í hálsmál þeirra allan tímann.  Síðustu 10 mínúturnar gerðu strákarnir okkar svo loka áhlaup, háspenna sem endaði með tveggja marka sigri Selfoss.

Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 9/1, Haukur Þrastarson 5/1, Einar Sverrisson 4/1, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Nökkvi Dan Elliðason 4, Atli Ævar Ingólfsson 2, Guðni Ingvarsson 2.

Varin skot: Pawel Kiepulski 2 (11%) og Sölvi Ólafsson 1 (10%).

Nánar er fjallað um leikinn á Vísir.is og Mbl.is og Sunnlenska.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Næsti leikur hjá strákunum er á mánudaginn þegar bæði stelpurnar og strákarnir leika í Coca Cola bikarnum, stelpurnar á móti Fram og strákarnir mæta Valsmönnum. Hins vegar eru stelpurnar að spila á morgun í Hafnarfirði þar sem þær mæta Haukum í Olísdeildinni, leikurinn hefst kl 19:30.
____________________________________
Mynd: Elvar Örn Jónsson var markahæstur í kvöld með 9 mörk.
Umf. Selfoss / JÁE