Silfur og brons til Selfossstúlkna í fimleikum

IMG_1403
IMG_1403

Sunnudaginn 14.apríl keppti einn hópur frá Selfossi, Selfoss 10, á hópfimleikamóti Fylkis. Mótið var fjölmennt og var því skipt í tvo hluta. Selfoss keppti í yngri flokk en þar voru 11 lið skráð til keppni. Veitt voru verðlaun fyrir 1. 2. og 3.sæti á hverju áhaldi og í samanlögðum stigum. Selfoss stúlkur stóðu sig vel á mótinu. Þær sýndu fínar gólfæfingar og uppskáru 3.sætið. Á dýnu enduðu þær í 7.sæti en þar voru þær að keyra ný stökk frá síðasta móti. Á trampólíni sýndu þær flottar æfingar og uppskáru 4.sætið. Þessi frammistaða skilaði þeim 2.sæti í samanlögðum stigum sem er frábær árangur hjá stelpunum.  Á döfinni er svo úrslit Íslandsmótsins í hópfimleikum sem haldið verður í Versölum í Kópavogi 26.apríl næstkomandi og hefst mótið klukkan 16:55 en áætluð mótslok eru klukkan 19:00.  Búast má við spennandi keppni en Selfoss á þrjú lið skráð til leiks.