Sjö marka tap í Suðurlandsslagnum

Haukur Þrastarson
Haukur Þrastarson

Selfoss lá fyrir Eyjamönnum í Suðurlandsslagnum í dag með sjö mörkum, 29-36.

Þetta var fyrsti leikur Einars Sverrissonar í Hleðsluhöllinni í langan tíma en hann var ekki lengi inná Einar fékk rautt spjald í byrjun leiks. Jafnræði var á með liðunum fyrstu 19 mínúturnar, þá skoruðu Eyjamenn þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni úr 11-11 í 11-14. Staðan í hálfleik var 16-20.

ÍBV komu sterkari til leiks í seinni hálfleik og skoruðu sjö mörk á móti þremur mörkum Selfoss og var staðan því orðin 19-27. Selfyssingar náðu aldrei að komast inn í leikinn og ÍBV fór með sjö marka sigur, 29-36.

Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 10/3, Atli Ævar Ingólfsson 6, Guðni Ingvarsson 4, Alexander Már Egan 3, Ísak Gústafsson 2, Einar Sverrisson 1, Tryggvi Þórisson 1, Hannes Höskuldsson 1, Magnús Öder Einarsson 1

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 7 (26%) og Sölvi Ólafsson 1 (9%)

Nánar er fjallað um leikinn á Vísir.is.

Selfoss er því í 5. sæti deildarinnar með 19 stig. Strákarnir fara í bikarverkefni á miðvikudaginn þar sem þeir mæta Stjörnunni í Garðabænum. Næsti leikur í deildinni er eftir viku gegn KA fyrir norðan. Við hvetjum alla Selfyssinga til að bruna norður, ef færðin er góð.

---

Haukur Þrastarson var markahæstur eins og svo oft áður.
Umf. Selfoss / JÁE