Sjö meistarar á Íslandsmótinu í taekwondo

Taekwondo hópmynd - vefur
Taekwondo hópmynd - vefur

Sunnudaginn 15. mars var haldið Íslandsmeistaramót í taekwondo þ.e. í bardaga. Selfoss tefldi fram 16 keppendum en tveir keppendur, Dagný María og Bjarni Snær, fengu enga mótherja og gátu þar af leiðandi ekki keppt..

Úrvalsdeild

Í flokki Kadett -61 varð Gunnar Snorri Svanþórsson Íslandsmeistari og Sigurður Gísli Christensen hlaut silfurverðlaun. Í flokki Senior -57 varð Ingibjörg Erla Grétarsdóttir Íslandsmeistari. Í flokki Senior -67 varð Kristín Sesselja Róbertsdóttir Íslandsmeistari og Kristín Björg Hrólfsdóttir hlaut silfurverðlaun. Í flokki Senior -68 kg krækti Sigurjón Bergur Eiríksson í bronsverðlaun. Í flokki Senior -80 hlaut Daníel Jens Pétursson silfurverðlaun. Í flokki Senior +80 varð Björn Þorleifur Þorleifsson Íslandsmeistari og Símon Bau Ellertsson tók bronsið.

B-deild

Kadett -65 kg Halldór Gunnar Þorsteinsson silfurverðlaun. Junior -73 kg Ástþór Eydal Friðriksson Íslandsmeistari. Senior -68 kg Sölvi Snær Jökulsson Íslandsmeistari og Ásgeir Yu hlaut silfurverðlaun. Senior -80 kg Ísak Jökulsson Íslandsmeistari.

Af þessari upptalningu má sjá að Selfoss skilaði frábæru dagsverki á þessu móti þrátt fyrir vafasama dómgæslu á köflum. Lokaniðurstaðan varð sjö Íslandsmeistarar, fimm silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun.

pj

---

Glæsilegur hópur keppenda frá Taekwondodeild Selfoss Frá vinstri: Daníel Jens Pétursson, Edda Karítas Baldursdóttir, Birgir Viðar Svansson, Sigurður Gísli Christensen, Björn Þ. Þorleifsson, Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Master Sigursteinn Snorrason, Ásgeir Yu, Símon Bau Ellertsson, Sölvi Snær Jökulsson, Kristín Sesselía Róbertsdóttir, Ísak Jökulsson, Kristín Björg Hrólfsdóttir, Ástþór Eydal Friðriksson, Sigurjón Bergur Eiríksson, Gunnar Snorri Svanþórsson og Bjarnheiður Ástgeirsdóttir.

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Tryggvi Rúnarsson